Kvikmyndaskóli Íslands

Hilmar Oddsson

// Hilmar Oddsson

Rektor

Hilmar Oddsson, rektor Kvikmyndaskóla Íslands, lauk námi frá Kvikmyndaháskólanum í Munchen, HFF, árið 1986. Hann hefur leikstýrt (og skrifað að hluta) 5 bíómyndum (m.a. Tár úr steini og Kaldaljós, sem báðar hafa unnið til fjölda innlendra og alþjóðlegra verðlauna) og ótal sjónvarps- og stuttmyndum, auk þess sem hann hefur gert fjölda heimildarmynda (dieter roth puzzle) og stýrt gerð á annað hundrað sjónvarpsþátta. Hann hefur skrifað fjölda greina um kvikmyndir og hefur m.a. fjallað um kvikmyndir í sjónvarpi.

Hilmar hefur kennt við Leiklistarskóla íslands, Listaháskóla Íslands og nú síðast Kvikmyndaskóla Íslands. Auk þess hefur hann haldið fjölda námskeiða um kvikmyndagerð. Hilmar er einnig kunnur fyrir tónlistarstörf, var um átta ára skeið í stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands, og hefur m.a. samið tónlist fyrir hljómplötur, leikhús og nokkrar mynda sinna.

Netfang:
hilmar@kvikmyndaskoli.is
Sími:
444 3309
Hóf störf:
2010
Hilmar Oddsson

Hilmar Oddsson

til baka